Paragvæinn Julio Enciso skoraði stórglæsilegt jöfnunarmark fyrir Brighton er liðið gerði 1:1-jafntefli gegn Englandsmeisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Phil Foden kom City yfir á 25. mínútu en Enciso svaraði með stórglæsilegu marki á 38. mínútu.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.