Franski knattspyrnumaðurinn Benoit Badiashile, varnarmaður Chelsea, verður frá um nokkurra mánaða skeið vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu með liðinu í síðustu viku.
Vonir höfðu staðið til að meiðslin aftan á læri væru ekki alvarleg en Frank Lampard, bráðabirgðastjóri Chelsea, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að Badiiashile verði lengi frá.
„Þetta er mikið áfall fyrir hann og ég er mjög svekktur fyrir hans hönd. Hann kom hingað og hefur staðið sig vel. Ég var mjög ánægður með hann í leikjunum áður en hann meiddist.
Þetta eru óheppileg meiðsli, flókin meiðsli aftan í læri og við erum því miður að sjá fram á að hann verði frá í nokkra mánuði en ekki nokkrar vikur,“ sagði Lampard.