Gekkst undir aðgerð á nára

Eric Dier í leik með Tottenham gegn Liverpool í síðasta …
Eric Dier í leik með Tottenham gegn Liverpool í síðasta mánuði. AFP/Paul Ellis

Enski knattspyrnumaðurinn Eric Dier, varnarmaður Tottenham Hotspur, verður ekki með liðinu í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina vegna nárameiðsla.

Í tilkynningu frá Tottenham segir að Dier hafi gengist undir skurðaðgerð vegna meiðslanna í vikunni.

Af þeim sökum tekur hann ekki þátt í leik liðsins gegn Leeds United á Elland Road í Leeds á sunnudag.

Tottenham er að eltast við sjöunda sæti deildarinnar, sem gefur sæti í Sambandsdeild UEFA á næsta tímabili, á meðan Leeds þarf nauðsynlega á sigri að halda til þess að eygja von um að halda sæti sínu í deildinni.

Dier verður klár í slaginn að nýju þegar undirbúningstímabil Tottenham hefst í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert