Manchester United gulltryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á næsta tímabili með 4:1-stórsigri á Chelsea á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Casemiro kom United yfir á 6. mínútu og fékk Chelsea fín færi til að jafna, þangað til Anthony Martial tvöfaldaði forskotið í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Bruno Fernandes bætti við fjórða markinu úr víti á 73. mínútu og aðeins fimm mínútum síðar gerði Marcus Rashford fimmta markið.
Joao Félix minnkaði muninn fyrir Chelsea á 89. mínútu, en það reyndist aðeins sárabótarmark og afar sannfærandi sigur United-manna varð staðreynd.
United er nú í þriðja sæti með 72 stig og Chelsea í 12. sæti með 43.