Enski knattspyrnumaðurinn James Milner, miðjumaður Liverpool, fékk athyglisverða gjöf frá vallarstarfsmönnum félagsins eftir síðasta heimaleik sinn fyrir liðið um síðustu helgi.
Milner er ekki mesti markaskorarinn en flest mörkin sem hann þó skoraði fyrir Liverpool komu af vítapunktinum.
Af því tilefni brugðu vallarstarfsmenn Anfield á það ráð að skera vítapunktinn upp af grasvellinum og færa Milner hann að gjöf.
„Eftir að hafa rústað vítapunktunum okkar um átta ára skeið er nú tímabært að þú lítir eftir einum slíkum sjálfur!“ sagði í bréfi frá starfsmönnunum til Milners.
Hann leikur sinn síðasta leik fyrir Liverpool á sunnudaginn þegar liðið heimsækir botnlið Southampton. Þá lýkur átta ára dvöl þar sem Milner vann flesta bikara sem hægt var að vinna með Liverpool.
What a gift that is!No pressure there then, I better get my scissors and pink ruler back out!#practicemakesperfect#practiceannoysgroundstaff pic.twitter.com/CLMChjGg75
— James Milner (@JamesMilner) May 25, 2023