Framlengir við Englandsmeistarana

Scott Carson trúir vart gæfu sinni.
Scott Carson trúir vart gæfu sinni. Ljósmynd/Manchester City

Scott Carson, þriðji markvörður Englandsmeistara Manchester City, hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við félagið.

Carson, sem er 37 ára gamall, hefur verið á mála hjá Man. City undanfarin fjögur tímabil, fyrst sem lánsmaður frá Derby County og alfarið frá sumrinu 2021.

Á þessum fjórum árum hefur hann fyrst og fremst verið til taks ef aðal- og varamarkverðir liðsins eru fjarri góðu gamni.

Carson hefur enda einungis spilað tvo leiki fyrir Man. City, einn í ensku úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum og einn í Meistaradeild Evrópu fyrir rúmu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert