Gleður að Liverpool sé ekki í Meistaradeildinni

Bruno Fernandes skorar úr vítaspyrnu í gærkvöldi.
Bruno Fernandes skorar úr vítaspyrnu í gærkvöldi. AFP/Oli Scarff

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, var hæstánægður með 4:1-sigur liðsins á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Sigurinn þýðir að Man. United leikur í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Um leið er það orðið ljóst að erkifjendurnir í Liverpool verða ekki í Meistaradeildinni.

„Við vitum að þetta er þýðingarmikið fyrir okkur. Við vitum að það gleður þá [stuðningsmenn] að Liverpool sé ekki þar,“ sagði Fernandes í samtali við Sky Sports eftir leik.

Portúgalinn skoraði eitt marka Man. United í gærkvöldi, úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert