Chelsea er Englandsmeistari kvenna í fótbolta fjórða árið í röð, eftir 3:0-útisigur á Reading í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.
Sam Kerr gerði tvö marka Chelsea og Guro Reiten komst einnig á blað. Reading var fallið fyrir leikinn og formsatriði fyrir Chelsea að sigla titlinum í höfn. Chelsea endaði með 58 stig, tveimur stigum á undan Manchester United.
Chelsea-liðið varð einnig bikarmeistari, þriðja árið í röð og hefur því unnið tvöfalt á hverju ári frá árinu 2021.