Dagný fékk mikla viðurkenningu

Dagný Brynjarsdóttir er leikmaður ársins hjá West Ham.
Dagný Brynjarsdóttir er leikmaður ársins hjá West Ham. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir var í dag kjörin leikmaður ársins hjá enska knattspyrnufélaginu West Ham.

Dagný er fyrirliði West Ham og hefur leikið afar vel með liðinu síðan hún gekk í raðir þess frá Selfossi árið 2021.

Miðjukonan skoraði sex mörk í 21 leik með West Ham á leiktíðinni og var 20 sinnum í byrjunarliðinu í 22 leikjum á tímabilinu.

Dagný lék allan leikinn í 2:2-jafntefli á heimavelli gegn Tottenham í lokaumferðinni í dag. West Ham endaði í áttunda sæti með 21 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert