Tom Lockyer, fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Luton Town, hneig niður í úrslitaleik umspils um sæti í ensku úrvalsdeildinni á Wembley í dag, þar sem Luton mætir Coventry.
Atvikið átti sér stað strax á tíundu mínútu og fékk Lockyer aðhlynningu, áður en hann fór af velli og beint á nærliggjandi sjúkrahús.
Lockyer er nú með meðvitund, en þarf að ganga undir frekari rannsóknir á sjúkrahúsinu.
Þegar fréttin er skrifuð er Luton með 1:0-forystu og á góðri leið með að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni.