Haaland valinn besti leikmaður tímabilsins á Englandi

Erling Braut Haaland hefur verið stórkostlegur á tímabilinu.
Erling Braut Haaland hefur verið stórkostlegur á tímabilinu. AFP/Oli Scarff

Norski framherjinn Erling Braut Haaland hefur verið kjörinn leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og er Norðmaðurinn fjórði leikmaður í sögu Manchester City til að vinna þessi verðlaun.

Verðlaunin eru gefin þeim leikmanni sem vinnur samanlagt í kosningu almennings, fyrirliða liðanna í deildinni og fjölmiðlamanna.

Haaland hefur verið lykilmaður í liði Manchester City á tímabilinu en hann hefur skoraði 36 mörk í deildinni í vetur og braut hann met Andrew Cole og Alan Shearer sem skoruðu báðir 34 mörk á sínum tíma.

Norðmaðurinn varð einnig fyrsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora þrennu í þremur heimaleikjum í röð og þá varð hann fyrsti leikmaður Manchester City til að skora þrennu gegn grönnunum í Manchester United síðan 1970.

Leikmenn Manchester City hafa verið áskrifendur af þessum verðlaunum undanfarin ár en Kevin De Bruyne vann þau fyrir tímabilið 2019/2020 og Ruben Dias vann þau fyrir tímabilið 2020/2021. Vincent Kompany var fyrstur leikmanna Manchester City til að vinna verðlaunin en það gerði hann fyrir tímabilið 2011/2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert