Luton í úrvalsdeildina eftir vítakeppni

Leikmenn Luton Town ærast úr gleði í leikslok.
Leikmenn Luton Town ærast úr gleði í leikslok. AFP/Adrian Dennis

Luton Town er komið upp í ensku úrvalsdeildina í fótbolta eftir sigur á Coventry City í úrslitaleik umspilsins í B-deildinni á Wembley í kvöld.

Jordan Clark kom Luton yfir á 23. mínútu, en Gustavo Hamer jafnaði á 66. mínútu. Urðu lokatölur í venjulegum leiktíma 1:1 og því varð að framlengja.

Ekkert var skorað í framlengingu og réðust úrslitin því í vítakeppni. Þar skoraði Luton úr öllum sex spyrnum sínum, á meðan Fankaty Dabo skaut yfir úr sjöttu spyrnu Coventry.

Luton Town féll niður í utandeildina árið 2009 og var þar allt til ársins 2014. Síðan þá hefur uppgangur félagsins verið lyginni líkast og er liðið nú komið í deild þeirra bestu í fyrsta skipti frá árinu 1992.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert