Fengu skell á heimavelli og féllu (myndskeið)

Leeds er fallið úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 1:4-skell á heimavelli gegn Tottenham í lokaumferðinni í dag.

Harry Kane skoraði tvö mörk og þeir Pedro Porro og Lucas Moura sitt markið hvor. Jack Harrison gerði sárabótarmark fyrir Leeds.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert