Southampton og Liverpool buðu upp á markaveislu er þau mættust í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í Southampton í dag.
Kamaldeen Sulemana gerði tvö mörk fyrir Southampton og þeir James Ward-Prowse og Adam Armstrong sitt markið hvor.
Diogo Jota gerði tvö fyrir Liverpool og Cody Gakpo og Roberto Fimino komust einnig á blað.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.