Arsenal sýndi Úlfunum enga miskunn er liðin mættust í lokaumferð ensku úrvalsdeildinnar í fótbolta á Emirates-velli Arsenal-manna í dag. Urðu lokatölur 5:0.
Granit Xhaka gerði tvö fyrstu mörk Arsenal og Bukayo Saka, Gabriel Jesus og Jakub Kiwior komust einnig á blað.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.