Douglas Luiz og Ollie Wakins sáu um að gera mörk Aston Villa í 2:1-heimasigrinum á Brighton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.
Með sigrinum tryggði Villa sér sæti í Sambandsdeildinni á næstu leiktíð. Brighton hafði þegar tryggt sér sæti í Evrópudeildinni.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.