Unnu meistarana aftur (myndskeið)

Brentford-menn gerðu sér lítið fyrir og unnu 1:0-heimasigur á Manchester City í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Ethan Pinnock skoraði sigurmarkið á 85. mínútu.

Brentford vann einnig heimaleikinn gegn City og vann því tvöfalt gegn meisturunum á leiktíðinni. City á úrslitaleik Meistaradeildarinnar fram undan og hvíldi marga leikmenn.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka