Lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta fer fram í dag og er mikil barátta á botni deildarinnar.
Leeds United, Leicester City og Everton eiga öll á hættu að falla í dag og ljóst er að tvö af þessum þremur félögum falla úr deildinni að loknum leikjunum í dag.
Leikirnir hefjast allir klukkan 15:30 og verða fimm leikir sýndir í beinni útsendingu á mbl.is. Þá verður öllum leikjum umferðarinnar textalýst í beinni á mbl.is.
Smelltu hér til að horfa á leikina fimm í beinni útsendingu á mbl.is