Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino er nýi knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea.
Þetta staðfesti Chelsea rétt í þessu.
Hann tekur við taumunum af Frank Lampard, en Lampard hefur stýrt Chelsea til bráðabyrgða með mjög slökum árangri undir lok tímabilsins, en liðið hafnaði í 12. sæti deildarinnar með 44 stig.
Pochettino skrifar undir tveggja ára samning hjá Lundúnafélaginu en Chelsea hefur möguleika á að framlengja samninginn um eitt ár í viðbót.
Pochettino þekkir vel til á Englandi, því hann stýrði bæði Southampton og Tottenham með góðum árangri. Þá hefur hann einnig stýrt París SG.