Chelsea staðfestir komu Pochettino

Mauricio Pochettino er nýr stjóri Chelsea.
Mauricio Pochettino er nýr stjóri Chelsea. AFP/Ben Stansall

Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino er nýi knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea. 

Þetta staðfesti Chelsea rétt í þessu. 

Hann tekur við taumunum af Frank Lampard, en Lamp­ard hef­ur stýrt Chel­sea til bráðabyrgða með mjög slök­um ár­angri undir lok tímabilsins, en liðið hafnaði í 12. sæti deildarinnar með 44 stig. 

Pochettino skrifar undir tveggja ára samning hjá Lundúnafélaginu en Chelsea hefur möguleika á að framlengja samninginn um eitt ár í viðbót. 

Pochett­ino þekk­ir vel til á Englandi, því hann stýrði bæði Sout­hampt­on og Totten­ham með góðum ár­angri. Þá hef­ur hann einnig stýrt Par­ís SG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert