Ólík lið ársins hjá Bjarna og Gylfa

Bjarni Þór Viðarsson og Gylfi Einarsson, sem voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í gær, völdu nokkuð ólík lið ársins í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta á nýafstöðnu tímabili. 

Félagarnir voru með sjö sömu leikmenn en fjórir voru mismunandi. Einnig var liðsuppstillingin gjörólík á milli liðanna. 

Myndskeið af liðum gestanna sem og ástæður fyrir valinu á sumum leikmönnum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert