Declan Rice gæti gengið til liðs við knattspyrnulið Bayern München í Þýskalandi í sumar en hann er samningsbundinn West Ham á Englandi.
Rice, sem er 24 ára gamall, er gríðarlega eftirsóttur og hefur verið orðaður við öll stærstu lið Englands en hann mun yfirgefa West Ham í sumar.
Miðjumaðurinn kostar í kringum 120 milljónir punda en hann er samningsbundinn West Ham til sumarsins 2024 og stendur ekki til hjá honum að framlengja samning sinn í Lundúnum.
West Ham er því tilbúið að selja hann í sumar en Sky Sports greinir frá því að Bayern München leiði kapphlaupið um leikmanninn eftir að Rice ræddi við Thomas Tuchel stjóra liðsins á dögunum.
Rice hefur einnig verið sterklega orðaður við Arssenal, Chelsea og Manchester United en hann á að baki 41 A-landsleik fyrir England.