Fjórir sem þurfa að yfirgefa United

Harry Maguire er líklega á förum frá Manchester United í …
Harry Maguire er líklega á förum frá Manchester United í sumar. AFP/Paul Ellis

Rio Ferdinand, fyrrverandi varnarmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur hjá Sky Sports, telur félagið þurfa að losa sig við að minnsta kosti fjóra leikmenn í sumar.

United hafnaði í 4. sæti deildarinnar á nýafstöðnu tímabili og þá féll liðið úr leik í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir tap gegn Sevilla.

Erik ten Hag, stjóri United, mun fá fjármagn í sumar til þess að styrkja leikmannahópinn en hann þarf líka að selja leikmenn til þess að fá inn nýja.

Þarf að spila meira

„Scott McTominay hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliðinu,“ sagði Ferdinand í hlaðvarpsþættinum Vibe with Five.

„Ef hann væri yngri þá myndi hann eflaust ræða við forráðamenn félagsins og reyna að fá hlutverk sitt á hreint en hann er ekki ungur leikmaður lengur og hann ætti ekki að vera í vandræðum með að finna sér nýtt félag.

Harry Maguire þarf að spila meira og Anthony Elanga fær engin tækifæri. Anthony Martial þarf líka að fara því hann er of mikið meiddur,“ bætti Ferdinand við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert