Forráðamenn franska stórliðsins París SG gætu gert óvænt tilboð í norska miðjumanninn Martin Ödegaard.
Það er Sportsmail sem greinir frá þessu en Ödegaard, sem er 24 ára gamall, er fyrirliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Norðmaðurinn var frábær á nýliðnu keppnistímabili þegar Arsenal endaði í öðru sæti deildarinnar.
Hann gekk til liðs við félagið frá Real Madrid árið 2021 og á að baki 105 leiki fyrir félagið þar sem hann hefur skorað 24 mörk og lagt upp önnur 15.
Ödegaard kostar í kringum 80 milljónir punda en hann er samningsbundinn Arsenal til sumarsins 2025.