Ráðinn til Liverpool

Jörg Schmadtke mun reyna að finna öfluga leikmenn fyrir Liverpool …
Jörg Schmadtke mun reyna að finna öfluga leikmenn fyrir Liverpool að kaupa í sumar. AFP/Darren Staples

Þjóðverjinn Jörg Schmadtke hefur verið ráðinn nýr íþróttastjóri enska knattspyrnufélagsins Liverpool.

Schmadtke var síðast íþróttastjóri þýska félagsins Wolfsburg um fjögurra ára skeið og hefur á ferlinum áður sinnt svipuðum stöðum hjá Köln, Hannover 96 og Alemannia Aachen.

Hjá Liverpool tekur hann við starfinu af Julian Ward, sem hafði sjálfur tekið við starfinu fyrir ári síðan af Michael Edwards.

Samkvæmt The Athletic er upphaflega aðeins um skammtímaráðningu að ræða, til nokkurra mánaða, en gangi samstarfið vel er möguleiki á því að framlengja það.

Schmadtke verður til að mynda falið það að finna álitlega kosti þegar kemur að fyrirhuguðum leikmannakaupum karlaliðs Liverpool í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert