Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar vill bara ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester Uniteed.
Það er Foot Mercato sem greinir frá þessu en Neymar, sem er 31 árs, gamall, er samningsbundinn París SG í Frakklandi.
Hann hefur verið orðaður við brottför frá félaginu en í frétt Foot Mercato kemur meðal annars fram að Neymar muni bara yfirgefa frönsku höfuðborgina fyrir Manchester United.
Félagaskipti Neymars til United velta hins vegar líka á því hvort Sjeikinn Jassim bin Hamad Al-Thani kaupi félagið eða ekki.
Neymar er samningsbundinn París SG til sumarsins 2025 en alls á hann að baki 173 leiki fyrir félagið þar sem hann hefur skorað 118 mörk og lagt upp önnur 77.
United þyrfti að borga í kringum 70 milljónir punda fyrir brasilíska sóknarmanninn.