Lingard fær ekki nýjan samning

Jesse Lingard náði sér ekki á strik hjá Nottingham Forest …
Jesse Lingard náði sér ekki á strik hjá Nottingham Forest á tímabilinu. AFP/Paul Ellis

Enski knattspyrnumaðurinn Jesse Lingard rær á önnur mið í sumar þegar samningur hans við Nottingham Forest rennur út.

Lingard skrifaði undir eins árs samning við Forest, sem voru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni, síðastliðið sumar.

Liðinu gekk prýðilega á nýafstöðnu tímabili og tókst að halda sæti sínu í deildinni.

Ekkert gekk hins vegar hjá Lingard sjálfum, sem olli vonbrigðum með spilamennsku sinni og var auk þess reglulega meiddur.

Því verður ekki samið við hann að nýju og er hinn þrítugi sóknartengiliður því laus allra mála.

Aðrir leikmenn sem eru á förum frá félaginu þegar samningur þeirra rennur út eru André Ayew, Jack Colback, Lyle Taylor, Cafú og Jordan Smith.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert