Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, neitaði að gagnrýna markvörð liðsins David de Gea eftir 2:1-tap gegn Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins á Wembley í dag.
Sigurmark Illkay Gundogan fyrir Man. City var ekki sérlega vel skotið en náði samt að læðast framhjá de Gea, þar sem margir vildu meina að Spánverjinn ætti að gera betur.
Spurður út í það af Skysports eftir leik vildi ten Hag ekki gagnrýna markvörð sinn. „Ég vil ekki tala um gagnrýni. Við höfum átt frábært tímabil, þar á meðal de Gea,“ sagði Hollendingurinn.