Hló að spurningu um United (myndskeið)

Mason Mount er orðaður við Manchester United.
Mason Mount er orðaður við Manchester United. AFP/Glyn Kirk

Enski knattspyrnumaðurinn Mason Mount lét sig ekki vanta á Spánarkappaksturinn í Formúlu 1 í dag, en hann mætti á kappaksturinn ásamt Ben Chilwell og Reece James, liðsfélögum sínum hjá Chelsea.

Mount hefur verið orðaður við Manchester United og sjónvarpsmaður Sky spurði leikmanninn hvort hann væri á leiðinni til United, eftir að hafa rætt við Chilwell á undan.

Mount hló og gaf lítið út. „Ég er bara að fylgjast með kappakstrinum. Þetta er frábær dagur og ég get ekki beðið,“ sagði Mount.

Myndskeið af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert