Sjö leikmenn hafa núþegar yfirgefið enska knattspyrnufélagið Leicester, sem féll úr úrvalsdeildinni niður í næstefstu deild á nýliðnu tímabili.
Leikmennirnir eru þeir Daniel Amartey, Tete, Ryan Bertrand, Ayoze Perez, Caglar Soyuncu, Nampalys Mendy og loks Belginn Youri Tielemans sem hefur verið lykilmaður hjá Leicester undanfarin ár.
Leicester mun þurfa að styrkja sig töluvert í sumar en þetta eru aðeins fyrstu mennirnir sem yfirgefa félagið. Líklegt þykir að bestu menn liðsins, James Maddison og Harvey Barnes, yfirgefi einnig í sumar.