Knattspyrnuþjálfarinn Ange Postecoglou hefur gert munnlegt samkomulag við forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham um að taka við liðinu.
Það er ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu en Postecoglou, sem er 57 ára gamall, stýrir Skotlandsmeisturum Celtic í dag.
Hann er hvað þekktastur fyrir starf sitt sem landsliðsþjálfari Ástralíu, á árunum 2013 til 2017, en hann er fæddur og uppalinn þar.
Celtic hefur orðið Skotlandsmeistari undanfarin tvö tímabil undir stjórn Postecoglou en Tottenham þarf að borga skoska félaginu bætur fyrir ástralska knattspyrnustjórann.