Körfuknattleiksmaðurinn Kristófer Acox hafnaði risatilboði frá Tindastóli til að vera áfram hjá Val.
Þetta herma heimildir DV.is en Kristófer er fyrirliði og hefur verið lykilmaður í liði Vals allt frá því hann gekk í raðir félagsins frá KR árið 2020. Kristófer vann Íslandsmeistaratitilinn með Val í fyrra og fór alla leið í oddaleik í ár þar sem Valur tapaði með minnsta mun gegn Tindastóli.
Kristófer er sagður hafa fengið risasamningstilboð frá Tindastóli, nokkuð sem hefur ekki áður sést í íslenskum körfubolta, en hugur hans virðist vera í höfuðborginni og á Hlíðarenda til næstu tveggja ára ef marka má heimildir DV.