Það var vægast sagt mikið fjör hjá leikmönnum, þjálfurum og starfsfólki West Ham eftir að enska knattspyrnufélagið tryggði sér sinn fyrsta titil í 43 ár í gær.
West Ham vann þá Fiorentina, 2:1, í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu og tryggði sér í leiðinni sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.
Stuðningsmaður West Ham var á röltinu klukkan fjögur í nótt þegar hann rakst á Vladimir Coufal, Declan Rice og sjálfan knattspyrnustjórann David Moyes gangandi heim af djamminu.
4am walking back to the hotel and who do we bump into? #DeclanRice #jarrodbowen #westham #DavidMoyes pic.twitter.com/MrOAO76Q7Z
— West Ham Voice (@westhamvoice) June 8, 2023