Liverpool-goðsögn á ferð um Ísland

Fernando Torres er staddur á Íslandi.
Fernando Torres er staddur á Íslandi. PHIL NOBLE

Spænski knattspyrnumaðurinn Fernando Torres, sem lék m.a. með Liverpool, Chelsea, AC Milan og Atlético Madrid, er staddur á Íslandi. Hann stoppaði m.a. í Reykholti í dag.

Vísir.is greinir frá að Torres hafi fengið sér að borða í Friðheimum í Reykholti.

Torres var á sínum tíma einn besti framherji Evrópu, en hann skoraði 65 mörk í 102 leikjum í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool frá 2007 til 2011. Töluvert verr gekk eftir að hann færði sig yfir til Chelsea, en hann gerði 20 mörk í 110 leikjum í deildinni með Lundúnaliðinu.

Þá skoraði hann 38 mörk í 110 landsleikjum með Spáni og varð heimsmeistari með spænska liðinu árið 2010 og Evrópumeistari 2008 og 2012.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert