Framkvæmdir á Anfield, heimavelli enska knattspyrnufélagsins Liverpool, eru í fullum gangi. Verið er að stækka eina stúkuna, svo völlurinn taki 61 þúsund manns í sæti, í staðinn fyrir 54 þúsund.
Hefur Liverpool beðið forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar um að liðið fái að byrja næsta tímabil á útivelli, svo framkvæmdum verði lokið áður en liðið á sinn fyrsta heimaleik.
Félagið birti myndskeið á Twitter-reikningi sínum, þar sem sjá má miklar framkvæmdir á vellinum. Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan.
A huge milestone in the Anfield Road Stand expansion project has been completed, with the old 282-tonne roof lifted off 🙌🏟️
— Liverpool FC (@LFC) June 8, 2023