Miklar framkvæmdir á Anfield (myndskeið)

Miklar framkvæmdir eru í gangi á Anfield.
Miklar framkvæmdir eru í gangi á Anfield. AFP/Paul Ellis

Framkvæmdir á Anfield, heimavelli enska knattspyrnufélagsins Liverpool, eru í fullum gangi. Verið er að stækka eina stúkuna, svo völlurinn taki 61 þúsund manns í sæti, í staðinn fyrir 54 þúsund.

Hefur Liverpool beðið forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar um að liðið fái að byrja næsta tímabil á útivelli, svo framkvæmdum verði lokið áður en liðið á sinn fyrsta heimaleik. 

Félagið birti myndskeið á Twitter-reikningi sínum, þar sem sjá má miklar framkvæmdir á vellinum. Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert