Króatíski knattspyrnumaðurinn Mateo Kovacic, miðjumaður Chelsea, hefur samþykkt samningstilboð Englands- og bikarmeistara Manchester City.
Í síðustu viku fékk Man. City leyfi frá Chelsea til að ræða við Kovacic.
Ítalski félagaskiptasérfræðingurinn greindi svo frá því á Twitter-aðgangi sínum í gær að Króatinn hafi samþykkt tilboð Man. City.
Daily Mail greinir frá því að félögin hafi þó ekki komist að samkomulagi um kaupverð en að viðræður þess efnis muni fara fram eftir helgi, að loknum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, þar sem Man. City mætir Inter Mílanó annað kvöld.