Dregur úr skemmtanagildinu

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City. AFP/Oli Scarff

Enska úrvalsdeildin hefur verið vinsælasta fótboltadeild heims undanfarna áratugi enda þykir deildin sú jafnasta í heimi.

Í Þýskalandi hefur Bayern München orðið Þýskalands­meistari ellefu ár í röð. Á Ítalíu hefur Juventus orðið Ítalíumeistari níu sinnum á síðustu tólf árum. Í Frakklandi hefur París SG orðið Frakklandsmeistari níu sinnum á síðustu ellefu árum. Á Englandi hefur Manchester City orðið Englandsmeistari fimm sinnum á síðustu sex árum.

Lesendur Morgunblaðsins eru eflaust búnir að átta sig á því að ég er stuðningsmaður Liverpool, ef tekið er mið af þeim Bakvörðum sem ég hef skrifað frá því að ég hóf störf á Morgunblaðinu.

Pep Guardiola er frábær knattspyrnustjóri, á því leikur enginn vafi, og félagið er vel að öllum bikurunum komið. City spilar líka skemmtilegasta fótboltann á Englandi. Um það verður heldur ekki deilt.

Félagið var á árinu sakað, af ensku úrvalsdeildinni, um að brjóta yfir 100 fjármálareglur deildarnnar á árunum 2009 til ársins 2018. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem félagið hefur verið sakað um brot á fjármálareglum.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert