Chelsea búið að ná samkomulagi við markvörð

André Onana með boltann í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær.
André Onana með boltann í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. AFP/Marco Bertorello

Fréttir berast af því að Chelsea hafi náð samkomulagi við kamerúnska markvörðinn André Onana um að ganga til liðs við félagið í sumar.

Ítalski miðillinn Tutto Mercato greinir frá því að Chelsea hafi náð samkomulagi við markvörðinn sjálfan en eigi eftir að semja um kaupverð við Inter. Chelsea á að hafa boðið 34 milljónir punda í Onana en Inter neitaði því tilboði.

Onana var í marki Inter þegar liðið tapaði gegn Manchester City í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.

Mauricio Pochettino tekur við Chelsea um mánaðarmótin en hann er sagður áhugasamur um að fá inn nýjan markvörð. Fyrir eru Kepa Arrizabalaga og Edouard Mendy en sá síðastnefndi er talinn vera á förum frá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert