Newcastle fremst í kapphlaupinu um enska landsliðsmanninn

Maddison er á förum frá Leicester City.
Maddison er á förum frá Leicester City. AFP/Oli Scarff

Newcastle virðist hafa tekið forystuna í kapphlaupinu um James Maddison, leikmann Leicester City, en hann er á förum frá félaginu eftir að liðið féll niður í B-deild á nýafstöðnu tímabili.

Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur lengi verið aðdáandi Maddisons og reyndi m.a. að kaupa hann í janúar sl. en Leicester, sem þá var í harðri fallbaráttu, neitaði að selja enska landsliðsmanninn.

Newcastle er ekki eina liðið sem sækist eftir kröftum Maddisons en Tottenham hefur einnig áhuga á kauða. 

Newcastle getur hinsvegar boðið eitthvað sem Tottenham getur ekki en það er þátttaka í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili en liðið endaði í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 71 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert