Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur ekki í hyggju að framlengja samning sinn við félagið.
Um helgina afrekaði Man. City það að vinna þrennuna með því að vinna Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn eftir 1:0-sigur á Inter Mílanó í úrslitaleik í Istanbúl í Tyrklandi.
Áður hafði liðið unnið ensku úrvalsdeildina og ensku bikarkeppnina á tímabilinu.
Guardiola framlengdi samning sinn í nóvember síðastliðnum og gildir hann til sumarsins 2025.
ESPN greinir frá því að Spánverjinn sigursæli hyggist ekki framlengja samninginn frekar og að því muni hann róa á önnur mið eftir tvö ár.
Pep Guardiola does not expect to sign a new contract at Manchester City when his current deal ends in 2025, sources have told @RobDawsonESPN. pic.twitter.com/CMjtOv4j4H
— ESPN FC (@ESPNFC) June 12, 2023