Hættur að horfa á enskan fótbolta

Bikarmeistaratitill Manchester City var til umræðu.
Bikarmeistaratitill Manchester City var til umræðu. AFP/Glyn Kirk

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var gestur í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins. Katrín er mikil stuðningskona enska knattspyrnufélagsins Liverpool en Gunnar Sigvaldsson eiginmaður hennar er stuðningsmaður Manchester United.

Það var því ekki mikil gleði á þeirra heimili þegar Manchester City varð enskur bikarmeistari eftir 2:1-sigur á Manchester United í úrslitaleik á Wembley.

„Hann fór mjög illa í minn mann. Hann er United-maður og ég er Púlari. Ég er búin að heyra hvað olíupeningar frá Persaflóa eru að gera fyrir City. Það er verið að draga það fram á heimilinu.

Ég er bara Púlari og ég er ekki að horfa á United og City spila en það var ekki mikill hressleiki á mínu heimili með þetta,“ sagði Katrín í hlaðvarpinu.

Jóhann Ingi Hafþórsson, íþróttablaðamaður mbl.is og Morgunblaðsins, gat lítið tjáð sig um leikinn, þar sem hann var að horfa á Sveindísi Jane Jónsdóttur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á sama tíma.

„Ég var að horfa á leikinn með Sveindísi og svo er ég líka Leedsari, svo ég er hættur að horfa á enskan fótbolta,“ sagði hann léttur.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert