Enska knattspyrnufélagið Brentford hefur fest kaup á þýska sóknarmanninum Kevin Schade, sem lék með liðinu að láni frá Freiburg síðari hluta síðasta tímabils.
The Athletic greindi frá því í janúar, þegar Schade kom að láni, að Brentford myndi kaupa Schade á 22 milljónir punda að vissum skilyrðum uppfylltum.
Þau skilyrði hafa verið uppfyllt og tilkynnti félagið í dag að Þjóðverjinn yrði áfram hjá liðinu.
Um metupphæð er að ræða hjá Brentford, sem hefur ekki greitt þetta háa fjárhæð fyrir leikmann áður.
🌟 @kevinschade_ 🌟
— Brentford FC (@BrentfordFC) June 12, 2023
Here. To. Stay pic.twitter.com/DLd97gbttr
Schade, sem er 21 árs, lék 18 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Brentford á tímabilinu en tókst ekki að skora og lagði upp einungis eitt mark.
Þjóðverjinn vakti athygli í apríl síðastliðnum þegar honum auðnaðist ekki að skora fyrir opnu marki í leik með Brentford gegn Aston Villa í deildinni: