Keyptur á metfé

Mohamed Salah og Kevin Schade eigast við í leik Liverpool …
Mohamed Salah og Kevin Schade eigast við í leik Liverpool og Brentford í ensku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði. AFP/Darren Staples

Enska knattspyrnufélagið Brentford hefur fest kaup á þýska sóknarmanninum Kevin Schade, sem lék með liðinu að láni frá Freiburg síðari hluta síðasta tímabils.

The Athletic greindi frá því í janúar, þegar Schade kom að láni, að Brentford myndi kaupa Schade á 22 milljónir punda að vissum skilyrðum uppfylltum.

Þau skilyrði hafa verið uppfyllt og tilkynnti félagið í dag að Þjóðverjinn yrði áfram hjá liðinu.

Um metupphæð er að ræða hjá Brentford, sem hefur ekki greitt þetta háa fjárhæð fyrir leikmann áður.

Schade, sem er 21 árs, lék 18 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Brentford á tímabilinu en tókst ekki að skora og lagði upp einungis eitt mark.

Þjóðverjinn vakti athygli í apríl síðastliðnum þegar honum auðnaðist ekki að skora fyrir opnu marki í leik með Brentford gegn Aston Villa í deildinni:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert