Enska knattspyrnufélagið Leeds, sem féll úr úrvalsdeildinni í vor, lætur fjóra leikmenn fara þegar samningur þeirra rennur út eftir 18 daga.
Leikmennirnir eru þeir Will Brook, Stuart McKinstry, Joel Robles og Adam Forshaw. Fyrstu tveir spiluðu lítið sem ekkert hjá félaginu en spænski markvörðurinn Robles kom inn í lið Leeds í stað Frakkans Illan Meslier undir lok síðasta tímabils.
Adam Forshaw er stærsti bitinn sem Leeds lætur fara en hann hefur verið hjá félaginu síðan í janúar 2018. Meiðsli trufluðu veru hans hjá Leeds all rækilega en hann lék aðeins 91 leik í öllum keppnum.