Ólíklegt að United bjóði í Kane

Harry Kane fer ólíklega til Manchester United.
Harry Kane fer ólíklega til Manchester United. AFP/Glyn Kirk

Það þykir ólíklegt að enska knattspyrnufélagið Manchester United bjóði í landsliðsfyrirliðann Harry Kane, leikmann Tottenham, vegna afstöðu Norður-Lundúnafélagsins. 

Það er forgangsatriði hjá Manchester United að sækja sér sóknarmann í sumar, en tregða Tottenham við að selja Kane til keppinauta í ensku úrvalsdeildinni gæti stöðvað öll tilboð United í enska framherjann. 

Það er því sífellt ólíklegra að Manchester United geri tilboð í Kane í sumar þar sem Tottenham vill ekki selja framherjann til keppinautar, en spænska stórveldið Real Madrid hefur verið orðað við Kane. Skysports greinir frá. 

Talið er líklegra að Manchester United sæki Nígeríumanninn Victor Osimhen, leikmann Napolí, eða Danann Rasmus Höjlund, leikmann Atalanta, eða jafnvel báða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert