Að deyja úr sársauka eftir stífa áfengisdrykkju

Grealish alveg út úr því með Meistaradeildarbikarinn.
Grealish alveg út úr því með Meistaradeildarbikarinn. AFP/Oli Scarff

Enski knattspyrnumaðurinn Jack Grealish hefur djammað stanslaust frá því að lið hans Manchester City vann Meistaradeildina á laugardaginn var. 

City tryggði sér Meistaradeildarbikarinn með 1:0-sigri á Inter Mílanó í úrslitaleiknum. Í leiðinni varð liðið annað í sögu enskrar knattspyrnu til að vinna þrennuna.

Síðan þá hefur Grealish, sem og liðsfélagar hans í Manchester City, verið út um allt í Istanbúl, þar sem úrslitaleikurinn fór fram, í Manchester og svo djammeyjunni Ibíza, og þá aðallega með áfenga drykki við hönd.

Þá viðurkenndi Grealish að hann hafði ekki sofið síðan hann vann Meistaradeildina á fagnaðargöngu City-manna í Manchester á mánudaginn.

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Jimmy Bullard sagði í útvarpsþætti TalkSport að hann hafi sent skilaboð á Grealish eftir leik og óskað honum til hamingju. 

Svar Grealish gefur í skyn að djammið stanslausa hafi náð til hans en þar segir enski landsliðsmaðurinn „Vá, ég er að deyja úr sársauka,“ og kallar svo Bullard „þvílíka goðsögn!“

Fleiri myndir af partístandi Grealish:

AFP/Oli Scarff
AFP/Oli Scarff
AFP/Oli Scarff
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert