Bakvörður Liverpool lánaður út

Calvin Ramsay í leik með Aberdeen.
Calvin Ramsay í leik með Aberdeen. Ljósmynd/Aberdeen

Skoski knattspyrnumaðurinn Calvin Ramsay, hægri bakvörður Liverpool, verður lánaður til Preston North End, sem leikur í ensku B-deildinni, út næsta tímabil.

Ramsay var keyptur til Liverpool frá Aberdeen í heimalandinu síðastliðið sumar en lék aðeins tvo leiki fyrir liðið á nýafstöðnu tímabili vegna þrálátra meiðsla.

Skotinn er 19 ára gamall og greinir The Athletic frá því að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, telji það best fyrir Ramsay að fara annað til þess að fá aukna leikreynslu og halda áfram að þróa leik sinn.

Þar segir að samkomulag sé í höfn og að Ramsay sé nálægt því að skrifa undir lánssamning við Preston, sem á að gilda út næsta tímabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert