Hefur ekki áhuga á Manchester United

Franska ofurstjarnan Kylian Mbappé hefur engan áhuga á því að …
Franska ofurstjarnan Kylian Mbappé hefur engan áhuga á því að ganga í raðir Manchester United. AFP/Bertrand Guay

Franska stórstjarnan Kylian Mbappé er sagður hafa engan áhuga á að ganga í raðir enska knattspyrnurisans Manchester United. 

Það er íþróttablaðamaðurinn Romain Molina sem greinir frá, en hann gerði garðinn frægan er hann greindi frá ýmsu hræðilegu í kringum knattspyrnuheiminn veturinn 2021. Molina var einnig einn af þeim fyrstu sem greindi frá nýjum samningi Mbappé við París Saint Germain í fyrra.

Samningur Mbappé hjá París Saint Germain rennur út sumarið 2024 og hefur Mbappé tilkynnt Parísarfélaginu að hann muni ekki framlengja hann. Afstaða Parísarmanna er hinsvegar skýr, framlengdu eða við seljum þig í sumar.

Samkvæmt Molina hefur sjeikinn Jassim bin Hamad Al-Thani, sem er orðaður við kaup á Manchester United, vitað af ákvörðun Mbappé fyrir mánuði síðan og reynt að sannfæra hann um komu til Manchester-borgar. 

Sjeikinn hefur hinsvegar ekki náð að sannfæra Mbappé sem er sagður hafa lítinn sem engan áhuga á að ganga í raðir Manchester United, en Real Madrid er og hefur alltaf verið líklegasti áfangastur Frakkans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert