Vill losna við dýrasta leikmann félagsins

Mikel Arteta hefur engan áhuga á því að nota Nicolas …
Mikel Arteta hefur engan áhuga á því að nota Nicolas Pépé. AFP

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, vill losna við Fílbeinsstrendinginn Nicolas Pépé í sumar.

Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en Pépé, sem er 28 ára gamall, gekk til liðs við Arsenal frá Lille í Frakklandi sumarið 2019.

Alls á hann að baki 112 leiki fyrir félagið þar sem hann hefur skorað 27 mörk og lagt upp önnur 21 en hann lék með Nice á láni í frönsku 1. deildinni á síðustu leiktíð.

Kostaði 72 milljónir punda

Arsenal borgaði Lille 72 milljónir punda fyrir sóknarmanninn en samningur hans við enska félagið rennur út næsta sumar.

Félagið vill selja hann í sumar, á meðan það fær eitthvað fyrir hann, en Arteta vill ólmur losna við leikmanninn þar sem hann hefur engan áhuga á því að hafa hann á æfingasvæði Arsenal að því er fram kemur í frétt Sky Sports.

Pépé á að baki 37 A-landsleiki fyrir Fílabeinsströndina en Arsenal er sagt tilbúið að selja hann fyrir um 15 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert