Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur í hyggju að kaupa miðjumanninn Declan Rice frá West Ham United á rúmlega 100 milljónir punda.
Samkvæmt Talksport hefur Arsenal ekki lagt fram formlegt tilboð en hefur greint forráðamönnum West Ham frá því að félagið muni bjóða 100 milljónir punda auk bónusgreiðslna að ákveðnum ákvæðum uppfylltum.
Gangi skiptin í gegn yrði Rice dýrasti leikmaður Bretlandseyja, en Man. City keypti Jack Grealish frá Aston Villa á 100 milljónir punda fyrir tveimur árum.
Með bónusgreiðslum færu kaupin á Rice upp fyrir þá upphæð.
Manchester United hefur sýnt einnig sýnt enska landsliðsmanninum áhuga en samkvæmt Talksport hugnast Rice það frekar að halda kyrru fyrir í Lundúnum og ganga til liðs við Arsenal.