Ítalski knattspyrnumaðurinn Nicolo Barella, leikmaður Inter Mílanó, er efstur á óskalista Newcastle.
Barella, sem er 26 ára gamall, hefur verið lykilmaður í liði Inter undanfarin ár og lék meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Manchester City síðastliðinn laugardag, þar sem Inter-menn töpuðu, 1:0.
Ásamt því var Barella byrjunarliðs- og lykilmaður í sigri Ítalíu á Evrópumótinu árið 2021.
Newcastle er sagt reiðubúið að reiða fram 50 milljónir punda fyrir Ítalann, en samkvæmt SkySports hefur félagið verið í beinum viðræðum við Inter Mílanó, sem er í miklum fjárhagskröggum.