Grealish mættur til starfa eftir meistarafögnuðinn

Jack Grealish mætti ásamt fleiri leikmönnum Manchester City til æfinga …
Jack Grealish mætti ásamt fleiri leikmönnum Manchester City til æfinga með landsliðinu. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Jack Grealish mætti til starfa á ný eftir mikinn fögnuð um helgina.

Grealish mætti ásamt fjórum öðrum leikmönnum Manchester City á æfingu enska landsliðsins en liðið undirbýr sig nú fyrir leiki gegn Möltu og Norður-Makedóníu í undankeppni EM.

Manchester City vann þrefalt á tímabilinu en liðið fagnaði sigri í Meistaradeildinni, ensku úrvalsdeildinni og ensku bikarkeppninni.

Eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni flugu leikmenn Manchester City til Ibiza þar sem heill skemmtistaður var leigður fyrir þá áður en þeir héldu til baka til Englands um morguninn til þess að taka þátt í fögnuði í Manchester-borg.

Jack Grealish hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og mörg myndbönd af honum birst þar sem hann virðist vera í góðum gír. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert